Northern Comfort með Tilbury komin út

Tilburycover

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá einum einasta alvöru tónlistaraðdáanda að önnur plata hinnar mögnuðu hljómsveitar Tilbury hefur fengið að líta dagsins ljós. Gripurinn er nú fáanlegur í plötubúðum víðsvegar.

Platan var tekin upp í Orgelsmiðjunni af Kristni Evertssyni og í Hljóðheimum þar sem Kristinn Evertsson ræður ríkjum. Hljóðblöndun var í höndum Arons Þórs Arnarssonar. Plötuumslagið hannaði svo Hugleikur nokkur Dagsson, bróðir Þormóðs forsprakka Tilbury.

Hljómsveitin ætlar að fagna útgáfu plötunnar þann 28. nóvember næstkomandi með tónleikum í Kaldalóni í Hörpu. Tryggið ykkur miða hér.

Meðfylgjandi er glænýtt lag af plötunni sem kallast “Turblance” sem og titillag plötunnar sem flestir ættu að kannast við nú þegar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.