• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Grísalappalísa syngur Megas

Hljómsveitin Grísalappalísa gaf út fyrir helgi litla 7″ vínyl plötu sem ber nafnið Grísalappalísa syngur Megas. Hér heiðrar hljómsveitin Megar (verndara sinn og upprunalega andagift eins og þeir kalla hann) og leggur fram sínar eigin útgáfur af tveim tónsmíðum meistarans. Hið fyrra heitir “Björg” og kom upphaflega út á hljómplötunni Loftmynd árið 1987, en seinna lagið, “Ungfrú Reykjavík”, kom út á hljómplötunni Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella árið 1990.

Platan var tekinn upp á einum degi, “læf” í æfingahúsnæði hljómsveitarinnar, Járnbraut. Upptökustjóri var Albert Finnbogason, en Finnur Hákonarson sá um hljómjöfnun.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply