• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Cell7 gefur út sína fyrstu sólóplötu

CELL7

Í síðustu viku kom út fyrsta sólóplata tónlistarkonunnar Cell7. Í fréttatilkynningu sem hún sendi frá sér er greint svo frá:

Cell7 vakti mikla athygli þegar hún kom fram í Hjómskálanum með lagið sitt “Afro Puff” og tilkynnti um leið að hún væri með plötu í smíðunum. Í byrjun nóvember kom svo út platan CELLF, sem er fyrsta sólóverk Cell7. Platan er afar vönduð og valinn maður í hverju rúmi. Tónlistin er að mestu unnin með Gnúsa Yones/Earmax, en saman komu þau fyrst fram á sjónarsviðið með hljómsveitinni Subterranean. Introbeats (úr Forgotten Lores) pródúserar einnig tvö lög á plötunni og bassafimi Andra Ólafssonar úr Moses Hightower fer ekki framhjá neinum sem hlustar á plötuna. Platan er fjölbreytt og má það ekki síst þakka framlagi söngkvennana Sunnu, Drífu og Lori Wieper. Cell7 sótti innblástur í ýmsar tónlistarstefnur og platan mun vafalaust höfða til breiðari hóps en eingöngu hip hop hlustenda. Óhætt að segja að hér sé á ferðinni plata sem á engan sinn líka í íslenskri tónlistarsögu.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply