• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Bassanótt frá Tómasi R

Kominn er út geisladiskurinn Bassanótt sem hefur að geyma nýja latíntónlist Tómasar R. Hún var frumflutt á Jazzhátíð Reykjavíkur 2013 og hljóðrituð í kjölfarið. Á diskinum eru átta ný lög sem eiga það samt sameiginlegt að þar er vísað til margvíslegra forma latíntónlistarinnar og latíndjassins.

Gagnrýnandinn Vernharður Linnet gaf jazzhátíðartónleikunum fjóra og hálfa stjörnu í dómi sínum og skrifaði m.a.:

,Á tónleikunum í Fríkirkjunni skiptust á ljúfar ballöður og kúbönsk sveifla og ekki hægt annað en hrífast af lögum hans, þar sem drungaleg fegurð ríkti eins og í ,,Janúar”, jafnt og heitum kúburyþmanum í ,,Bassanótt”… Heit og þétt tónlist og gaman verður að heyra hana aftur á væntanlegri plötu.

(Mbl. 28/8 2013)

Hljóðfæraleikarar:

Tómas R. Einarsson: kontrabassi
Eyþór Gunnarsson: píanó, Wurlitzer
Ómar Guðjónsson: gítar
Sigtryggur Baldursson: kóngatrommur
Matthías MD Hemstock: trommur/slagverk
Samúel Jón Samúelsson: básúna, güiro

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply