Hallur Ingólfsson – Öræfi

Hallur Ingólfsson

Tónlistarmaðurinn Hallur Ingólfsson sendi nýverið frá sér sólóplötuna Öræfi en á henni má finna níu ósungin (instrumental) lög. Hallur sá sjálfur um upptökur og hljóðblöndun auk þess sem hann leikur á gítar, bassa og trommur en Þorbjörn Sigurðsson sá píanóleik.

Arnar Eggert Thoroddsen hafði þetta að segja um Öræfi:

Öræfi Halls Ingólfssonar er óvenju glæsilegt verk þar sem allir þeir ólíku þættir sem byggt hafa undir listsköpun hans í gegnum tíðina mætast í einum og mjög svo áhrifaríkum skurðpunkti. Stemningin er bæði áleitin og ógnandi en öruggt flæðið bæði fallegt og höfugt. Öræfi er á vissan hátt leikur að andstæðum; rokkarinn er þarna en sömuleiðis tónskáldið sem leggur epísk – en aldrei yfirkeyrð – lóð á vogarskálarnar. Sannkallað þrekvirki.

Útgáfutónleikar verða á Nýja Sviði Borgarleikhússins 11. desember næstkomandi en þar kemur Hallur fram ásamt einvala hljóðfæraleikurum, þeim Halldóri Lárussyni trommuleikara, Herði Inga Stefánssyni bassaleikara og Jóhanni Ingvasyni píanóleikara. Miðasala fer fram í Miði.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.