Ghostigital gefur út safnplötu og spilar á Merry Kexmas

Ghostigital

Ghostigital mun spila á “Have a Merry Merry Kexmas” tónleikaröðinni núna á fimmtudagskvöldið. Tónleikaröðin samanstendur af 3-4 stuttum tónleikum í veitingasal Kex Hostel út desember. Þar munu hljómsveitir kynna útgáfur sínar fyrir jólin og leika tónlist fyrir gesti staðarins. Ekkert kostar á tónleikana og hefjast þeir klukkan 20:30 og standa til 21:30.

Ghostigital var með útgáfupartý á Kex um seinustu helgi fyrir safnplötu sína The Antimatter Boutique. Safnplatan samanstendur af einstökum villilömbum sem ekki er að finna á breiðskífum sveitarinnar auk enduhljóðblandanna eftir listamenn eins og GusGus, Captain Fufanu, Gluteus Maximus, Futuregrapher, New York pródúserateymið MRC Riddims ofl.. Smekkleysa gefur plötuna út.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.