• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Útgáfur Synthadelia Records

Nú eru 9 nýjar útgáfur komnar út frá íslensku plötuútgáfunni Synthadelia Records. Í þetta sinn eru þetta bæði endurútgáfur af fyrri plötum frá listamönnum útgáfunnar auk nýrra platna nú rétt fyrir jólin.

Með nýjar plötur má nefna Samsara, Trausta Laufdal, Michael Dean Odin Pollock & Sigga Sig og svo gamlar plötur í endurútgáfu með Lokbrá, Hjörvari (Stranger) og Indigo. Einnig væntanlegar fyrir jólin eru plötur með Grúsku Babúsku, Enkídú og jóladiskó með Sir Dancelot úr rafrænu deildinni.

Snemma á næsta ári eru svo a.m.k tvær nýjar plötur væntanlegar með þeim Indigo og Hjörvari.

Synthadelia Records hefur áður gefið út á fimmta tug platna síðan á jóladag 25. Desember árið 2010, þegar þeir félagar Vilmar Pedersen og Jón Schow stofnendur Synthadelia gáfu út sitt eigið lag “Let the Party Start” á netinu undir sama nafni og útgáfan.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply