Árslistar Rjómans 2013

Tilbury - Northern Comfort

Jæja, það mátti ekki tæpara standa að birta árslista Rjómans fyrir tónlistarárið 2013. Segjast verður eins og er að oft hefur tíðin verið betri og var árið rétt yfir meðallagi. Engin ein plata eða flytjandi stóð sérstaklega uppúr á árinu en mörg góð lög og ágætis plötur komu þó út eins og sjá má á listunum hér að neðan. Til einföldunar valdi ég einungis fimm bestu innlendu og erlendu plöturnar og urðu niðurstöðurnar þessar:

Bestu íslensku plöturnar

1. Tilbury – Northern Comfort

Heilsteyptasta og áheyrilegasta plata ársins. Nánast fullkomið heildarverk.

2. Just Another Snake Cult – Cupid Makes A Fool of Me

Gallsúrt og frumlegt eyrnakonfekt fyrir lengra komna. Hér eru öllu tjaldað til og allir lúðrar þeyttir. Stórskemmtileg plata í alla staði með nokkrum afar grípandi lögum.

3. Íkorni – Íkorni

Tilfinningaþrungin, áleitin og innileg plata með kunnuglegum og vinalegum hljóðheim.

4. Sin Fang – Flowers

Aðgengilegasta plata Sing Fang til þessa. Án efa ein besta poppplata ársins.

5. Jóhann Kristinsson – Headphones

Headphones þarfnast nokkurar yfirlegu áður en galdrar hennar koma í ljós. En þegar það gerist er erfitt að hætta að hlusta.

 Vampire Weekend - Modern Vampires of the City

Bestu erlendu plöturnar

1. Vampire Weekend – Modern Vampires of the City

Helgarvampírurnar halda áfram að heilla með sínu klassíkskotna menntapoppi. Í þetta skiptið er þó aðeins meiri kraftur í lögunum og á köflum nokkuð dimm og myrk stemming sem er fullkomnuð með auknum raftónlistaráhrifum.

2. Foxygen – We Are The 21st Century Ambassadors of Peace and Magic

Sækadelikan átti gott “comeback” í ár og voru Foxygen þar frestir í flokki. Þó sveitin hafi náð að fanga hljóðheim og stemmingu fornfrægra sýrusveita fullkomlega, sem er í sjálfu sér ekkert nýtt, þá eru það léttar og heillandi lagasmíðarnar sem gera þessa þriðju plötu Foxygen jafn góða og raun ber vitni.

3. La Femme – Psycho Tropical Berlin

La Femme bjóða hér uppá frábæra samsuðu af Air, Kraftwerk, Velvet Underground, Yé Yé- og surftónlist, sækadeliku, nýbylgju og pönki. Að gera bragðgóðan graut úr jafn mörgum hráefnum er afrek útaf fyrir sig.

4. Deafheaven – Sunbather

Einstaklega áhugaverð post-rock, black metal og shoegaze fyrir lengra komna. Platan hefur verið vel hæpuð af öllum helstu tónlistarmiðlum og á það svo sannarlega skilið.

5. Woodkid – The Golden Age

Sjálfsævisöguleg fyrsta breiðskífa franska listamannsins Yoann Lemoine nær fimmst sætinu á þessum lista. Hér er á ferð afar dramtískt og tilraunakennt neo-folk með áhugaverðum vísunum í klassíska tónlist. Mjög áheyrilegt.

Bestu lög ársins

Sem fyrr vel ég bestu lög ársins en að þessu sinni vel ég aðeins tíu bestu innlendu og erlendu lögin í einum og sama listanum. Eins og mín er von og vísa eru lögin á listanum nokkuð langt frá því að vera þau sömu og finna má á listum annarsstaðar og er það vel.

1. Vampire Weekend – Step

2. San Fermin – Sonsick

3. Teleman – Cristina

4. Foxygen – San Francisco

5. Tilbury – Northern Comfort

6. John Grant – GMF

7. Oyama – Everything some of the time

8. Unknown Mortal Orchestra- Swim & Sleep (Like a Shark)

9. Foxygen – Shuggie

10. Irontom – Mind my halo

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.