Sign gefa út Hermd

Hljómsveitin Sign gaf út sína fimmtu breiðskífu fyrir nokkru og nefnist hún Hermd. Mun þetta vera þroskaðasta og þyngsta afurð Sign til þessa, en þó má ennþá greina melódísk og grípandi viðlög sem einkennt hafa tónlist þeirra í gegnum tíðina.

Platan er var 3 ár í vinnslu og var Ragnar Zolberg forsprakki sveitarinnar byrjaður að vinna að henni í Þýskalandi árið 2010. Í fyrra vor var sú ákvörðun tekin að vinna með sænska upptökustjóranum Daniel Bergstrand en hann hefur m.a. unnið með hljómsveitum á borð við Meshuggah, In Flames, Soilwork, Raised Fist, Strapping Young Lad o.fl.

Platan er nú aðeins fáanleg í búðum á Íslandi og munu Sign stofna til stórra útgáfutónleika nú í janúar þar sem þeir munu spila pötuna í heild sinni. Verður það að sjálfsögðu auglýst nánar hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.