Undir áhrifum – Helgi Mortal Kombat

 

helgimortal1

Helgi Mortal Kombat er listamannsnafn Helga Kristjánssonar. Hann hefur gefið út tónlist undir merkjum Bluesanct og TimTimTonTrager og sjálfur gaf hann út skífuna “Chocolate milk star dust” árið 2012, sem nú er uppseld, en má hlaða niður frítt hér.

“Ég er að spila yfir leitt svona rafmagnað noise í anda Black Dice og Bordoms og kannski líka Masona, Merzbow og stundum Bugskull.” segir Helgi um tónlist sína, en hann hefur verið mestmegnis búsettur erlendis seinustu árin og iðinn við að koma fram bæði í Lettlandi og Þýskalandi, meðal annars Rote Flora í Hamborg (sem nú er illu heilli verið að loka), og líka á noise festivölum í Leipzig.

“Ég byrjaði fyrst að spila opinberlega 2010 og þá voru það oftast svona meira hljóðgjörningar og meira drone og ambiant. Var þá mestmegnis með heimatilbúin circuitbenduð hljóðfæri og leikföng (er núna mest megnis að vinna með samplera, lúppu effecta, pitchbender og margt fleira í bland við það sem ég byrjaði að nota).”

Helgi er einnig meðlimur í sveitinni Spy Kids 3d, en það er þriggja manna pönk band sem spilar tónlist í ætt við The 3d´s, Get up Kids, Homostubits, Dinosaur jr. og Trumans Water. Með honum í þeirri sveit eru Fannar Karlsson á trommur, sem einnig er í Ofvitunum, og Hallvarð Guðbrandsson úr hljómsveitinni Elwis á bassa. Þeir gáfu út kassettu árið 2012 og önnur er á leiðinni.

Hann skorar svo á Þóri Georg að segja frá sínum áhrifavöldum næst.

Black Sabbath – Planet Caravan

Ég hlustði mikið á Black Sabbath sem unglingur og þetta lag hefur alltaf setið mjög í mér. Man þegar ég heyrði það fyrst fannst mér það vera með því furðulegasta sem ég hafði heyrt. Ég hef sennilega verið svona 14 eða 15.

Trumans Water – Strat-as-fear

Benni Karate (eða Benson is fantastic) benti mér á þessa hljómsveit eitt skiptið þegar ég var að leita mér að disk í Smekkleysu. Ég held hún hafi breytt lífi mínu til þess betra og haft mikil áhrif að því hvernig ég geri tónlist án þess að ég geri mér jafnvel grein fyrir því. Ég viss ekki að post punk gæti verið svona tilraunakennt og óreglulegt. Benni hefur líka endalaust breytt lífi minu til þess betra, bæði með Karate og bara sjálfur.

Sun City Girls – Radar 1941

Jólin 2003 held ég fékk ég í jólagjöf dagbók Kurt Cobain. Ég var bara unglingur og Nirvana var nokkurnvegin það eina sem ég hlustaði á (og kannski pixies) og var því himinlifandi að sjá að bókin er stútt full af listum yfir hans uppáhald hljómsveitir og plötur og listar yfir mix tape sem hann var að gera og svona. Þar kynntist ég Black Sabbath, The Stoogies, Sonic Youth, Kleenex, Dinosaur jr, My Bloody Valentine og The Frogs og mörgu fleira. Ég var ekki alveg farinn að fatta internetið á þessum tíma þannig að ég fór oft á tíðum með bókina með mér í Smekkleysu og Geisladiskabúð Valda. Flest á þessum listum var samt ekkert til.

MF DOOM – Beef Rap

Það eru alltaf furðulegustu hljóðin og svölustu lúppurnar í hipp hopp tónlist. Sama hversu mikið tónlist breytist með tímanum þá er oftast hægt að treysta á rapp tónlist eða allavegana á MF Doom, hann er bestur. Sérstaklega þegar hann var í KMD. Lúppan úr þessu lagi er úr gömlum spider-man þáttum sem gerir það líka enn betra fyrir vikið.

Black Dice – Snarly Yow

Ég varð eiginlega að hafa eitt lag með Black Dice á listanum því ég held að ég sé svo auðheyranlega undir áhrifum frá þeim. Áður fyrr gerði ég meira drone og svona industrial noise eins og Whitehouse.

BANDCAMP

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.