Unnur Sara Eldjárn sendir frá sér sitt fyrsta lag

Tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn hefur sent frá sér sitt fyrsta lag, ásamt myndbandi, en það heitir “Sama hvað”. Tónlist Unnar má lýsa sem draumkenndu poppi undir áhrifum frá jazz og þjóðlagatónlist og er, ef dæma má af laginu hér að ofan, bæði angurvær og heillandi.

Með Unni spila þeir Bragi Þór Ólafsson og Benjamín Náttmörður Árnason á gítar, Ingibjörg Elsa Turchi á bassa og Elías Bjartur Einarsson á trommur.

Myndbandið var unnið af Leikhópnum Svavari en handrit og leikstjórn var í höndum Vilhelm Þórs.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.