Svartidauði leggur í Evróputúr

Svartidauði

Íslenska dauðarokkssveitin Svartidauði leggur upp í tónleikaferðalag um Evrópu í mars næstkomandi og mun sveitin koma fram í 9 löndum á jafn mörgum dögum. Með í för verða hljómsveitirnar Mgla (POL) og One Tail, One Head (NOR).

Ferðini lýkur svo á tónlistarhátíðini Speyer Grey Mass í Þýskalandi þar sem meðal annars koma fram hljómsveitirnar Archgoat (FIN), Ofermod (SE), Nightbringer (USA) ásamt fleirum.

Undanfarið ár hefur sveitin komið fram víðsvegar um Evrópu, meðal annars á tónleikahátíðunum Nidrosian Black Mass í Belgíu, Prague Death Mass í Tékklandi, Hells Pleasures í Þýskalandi og Black Flames of Blasphemy í Finlandi, auk Iceland Airwaves.

Fyrsta breiðskífa Svartadauða, Flesh Cathedral, fagnar eins árs afmæli sínu um þessar mundir. Flesh Cathedral hlaut einróma lof gagnrýnanda og hafnaði í efstu sætum árslista margra erlendra tímarita árið 2012 og seldist platan svo hratt að útgáfendur plötunar höfðu ekki við eftirspurnini og hefur hún nú verið endurpressuð nokkrum sinnum, bæði á geisladisk og vínyl.

One response to “Svartidauði leggur í Evróputúr”

  1. Valdi says:

    Svarti Dauði er black metal en ekki dauðarokk 😀

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.