Senn líður að Sónar 2014

Sónar Reykjavík 2014

Heimsfræga tónlistar- og nýlistahátíðin Sónar fer fram í annað sinn í Reykjavík dagana 13. til 15. febrúar 2014 í Hörpu. Sónar er alþjóðleg hátíð sem býður upp það ferskasta sem er að gerast í rafrænni tónlist hverju sinni, tengir saman sköpun og tækni ásamt því að vera vettvangur fyrir skapandi fólk til að hittast og þróa saman list sína. Hátiðin getur verið stökkpallur fyrir íslenskt listafólk en líkt og margir muna þá fékk íslenska hljómsveitin Sísí Ey boð um að spila á Sónar í Barcelona eftir flutning sinn á Sónar Reykjavík í fyrra.

Allst munu yfir 60 atriði koma fram á Sónar Reykjavík 2014 og um helmingur þeirra eru íslensk atriði. Meðal þeirra eru Sísí Ey, GusGus, Vök, Sykur, Highlands, Obja Rasta, Moses Hightower og Starwalker nýja verkefni Barða Jóhannssonar og Jean-Benoit Dunckel úr Air. Af stærri erlendum atriðum má nefna Major Lazer, Jon Hopkins, Bonobo og Daphni sem er hliðarverkefni Dan Snaith úr Caribou.

Rjóminn bendir gestum Sónar Reykjavík á að reima á sig dansskónna og opna skilningarvitin. Hátíðin er einstakur vettvangur sem blandar saman skemmtun og tilraunastarfsemi þar sem það nýjasta í framsækinni tónlist og tengdum listum fær að njóta sín. Líkt og í fyrra verður bílakjallari Hörpunnar breytt í sveitt dansgólf.

Enn eru nokkrir miðar í boði á hátíðina. Miðasala fer fram á miði.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.