Rúnar Þórisson með útgáfutónleika

Rúnar Þórisson og hljómsveit

Rúnar Þórisson verður með útgáfutónleika 20. febrúar kl 20.30 í Iðnó en hann sendi frá sér sinn þriðja sólódisk Sérhver vá 15. nóvember s.l. Áður hafa komið út diskarnir Ósögð orð og ekkert meir (2005) og Fall (2010). Hljómsveitina skipa auk hans þeir Arnar Gíslason trommuleikari, Guðni Finnsson bassaleikari, Birkir Rafn Gíslason gítarleikari og Lára og Margrét Rúnarsdætur. Lög og textar eru eftir Rúnar en upptökur og hljóðblöndum á plötunni fóru að miklu leyti fram í Sundlauginni með Birgi Jóni Birgissyni.

Rúnar viðar að sér straumum og stefnum héðan og þaðan og byggir á reynslu sinni af bæði klassískri tónlist og rokki. Eins og lífið gerir sjálft þá geyma lögin á “Sérhver vá” flóru tilfinninga, frá þvi dökka og dimma til hins ljósa og bjarta. Í textunum tvinnast saman hugleiðingar um lífið, náttúruna og ástina og þá vá sem steðjar að hverju þeirra.

Rúnar hefur bæði sem klassískur gítarleikari og rafgítarleikari leikið á tónleikum og tónlistarhátíðum s.s. á Myrkum músíkdögum, Iceland Airwaves og Listahátíð í Reykjavík, Aldrei fór ég suður á Ísafirði, Norrock í Danmörku, Nordischer Klang í Þýskalandi og á tónlistarhátíð Ass. Accademia della Cultura á Suður-Ítalíu.

Auk þess að vinna að sólóverkefnum hefur hann m.a. leikið með hljómsveitinni Grafík, Kammersveit Reykjavíkur og gítardúettinum Duo de mano og fengið viðurkenningar/styrki m.a. starfsstyrk listamanna í Kópavogi árið 2007 og 3ja mánaða starfslaun listamanna frá Menntamálaráðuneytinu 2013.

Miðaverð á tónleikana sem hefjast kl 20.30 í Iðnó er kr 2000. Diskarnir þrír verða þar einnig til sölu á hóflegu verði.

Rúnar Þórisson – Fugl

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.