Ný plata væntanleg frá FM Belfast. Nýtt lag komið út!

FM Belfast - Brighter Days

Gleðisveitin FM Belfast sendir frá sér sína þriðju breiðskífu 22. apríl næstkomandi og hefur henni verið gefið nafnið Brighter Days. Record Records gefur breiðskífuna út á Íslandi og er þetta fyrsta breiðskífa FM Belfast sem kemur út á þeirra vegum. FM Belfast annast útgáfu plötunnar á erlendri grundu og er henni dreift í gegnum þýsku hljómplötufyrirtækið Morr Music. Útgáfufélag hljómsveitarinnar heitir World Champion Records og gaf það einnig út fyrstu breiðskífu sveitarinnar, How To Make Friends.

FM Belfast hefur um langt skeið verið ein líflegasta tónleikasveit landsins til þónokkurra ára og hefur henni tekist vel að koma glaðværðinni til skila á plasti og í frísklegum myndböndum sínum. Fjórða smáskífan af plötunni, „Everything“, er komin í spilun á öldum ljósvaka og er einnig hægt að ljá hana eyrum inná öllum helstu tónlistarveitum.

Forsala á Brighter Days er hafin á heimasíðu Record Records og verða allar forpantanir áritaðar af sveitinni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.