Nýtt lag og myndband frá Contalgen Funeral

Í október á seinasta ári fór Contalgen Funeral í stúdíó og tók upp nokkur lög „live“. Fyrr á þessu ári var leikurinn endurtekinn og út er komið fyrsta lag af væntanlegri plötu sem tekin er upp með þessum hætti. Lagið nefnist „Killer Duet“ og var tekið upp af Fúsa Ben í Stúdíó Benmen. Hjá liggur myndbandsupptaka en myndbandsvélin rúllaði á meðan lagið var æft og tekið upp.

Contalgen Funeral gaf út sína fyrstu plötu, Pretty Red Dress árið 2012. Bandið hefur spilað víða síðan, m.a. á Bræðslunni, Gærunni, Blúshátið í Reykjavík og á Airwaves.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.