Atónal Blús sendir frá sér plötu

Atónal Blús - Höfuðsynd

Atónal Blús hefur sent frá sér sína fyrstu breiðskífu sem ber nafnið Höfuðsynd og er platan er komin í sölu á gogoyoko, Tónlist.is, Bandcamp og í helstu plötubúðum á höfuðborgarsvæðinu.

Tónlistina má flokka sem “avant-garde rokk” eða tilraunarokk og spannar hún allt frá frekar léttu og melódísku acoustic poppi með þjóðlagaáhrifum yfir í níðþungt og rafmagnað rokk með viðkomu í eletróník. Hún sveiflast frá því að vera falleg og melódísk yfir í að vera drungaleg og ómstríð og frá því að vera hæg og epísk yfir í að vera villt og hröð. Blandað er saman dauðarokki, nútímaklassík og blús, dans og balkantónlist, klassísku rokki, raf og heimstónlist ásamt því sem platan inniheldur dreymandi hugljúfar ballöður og 80s poppmetal.

Textar eru sungnir bæði á íslensku og ensku og stundum er tungumálunum blandað saman.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.