ÍRiS sendir frá sér nýtt lag

PENUMBRA

Listamaðurinn ÍRiS sendi nýverið frá sér lag sem er að finna á nýútkominni plötu hennar sem nefnist PENUMBRA.

Á hljómplötunni PENUMBRA leikur ÍRiS með andstæður í tónlist. Tvinnuð eru saman hefðbundin hljóðfæri á borð við selló, píanó og antíkhljóðfæri við ýmsa rafhljóðgjafa. Úr verður lifandi samsetning sem er í senn lífræn og rafræn. Nafn plötunnar er tilvísun í þessa nálgun, en „Penumbra“ táknar það svæði þar sem algjört myrkur og algjört ljós mætast – eða í þessu tilviki, þar sem andstæður í tónlist mætast.

Plötuna sjálfa má heyra og versla á irismusiciris.bandcamp.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.