Hljómsveitin Elín Helena gefur út breiðskífu

Elinhelena PromoPönkararnir í  hljómsveitinni Elín Helena gefa út breiðskífuna Til þeirra er málið varðar í dag. Um er að ræða hressandi rokktónlist með ögrandi textum á íslensku þar sem tekin eru fyrir hvers konar mein úr öllum hliðum samfélagsins – stjórnmál, fordóma, nöldur, utangarðslífsstílar, lífsgæði, ást, skortur á ást, svo fátt eitt sé nefnt. Plötunni er dreift af Records Records og fæst hún í öllum helstu plötubúðum. Platan er aðeins gefin út á vínyl, en geisladiskur fylgir með.

Lögin “Raunsæ rómantík” og “Bilaður rennilás” hafa þegar fengið að hljóma í útvarpi og tónleikahald er framundan, þ.á.m. á Bar 11 næstkomandi föstudagskvöld ásamt hljómsveitinni Muck og á Dillon þann 11. apríl ásamt hljómsveitunum Morgan Kane og Pungsig.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.