Lady Boy Records komin út

Lady Boy Records 004

Plötuútgáfan Lady Boy Records kunngerir útgáfu nýrrar safnkassettu, en umrætt verk er fallegur safngripur skreyttur með leysigreftri. Kassettan er önnur safnkassetta Ladyboy Records, en á henni má finna tónlist frá DJ Flugvél & geimskip, Bix Vs. Agzilla, AMFJ, Fist Fokkers, Thizone, Krakkbot og Harry Knuckles, Nicolas Kunysz, X.O.C Gravediggers INC.(/Apacitated), Sindri Vortex og Syrgir Digurljón. Kassettan er fjórða útgáfa Lady Boy Records og er gefin út í takmörkuðu upplagi sem telur fimmtíu eintök.

Útgáfunni verður fagnað á öldurhúsinu Paloma föstudaginn 18 Apríl.

Áður hefur útgáfan gefið út aðra safnkassettu í takmörkuðu upplagi (eins og áður sagði), geisladiskinn Þorgeirsbola með Slugs (en honum var dreift í vakúmpakkningum) og mandarínu eftir Nicolas Kunysz með leysergröfnum niðurhalskóða, sem bar nafnið Rainbows in Micronesia.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.