Iceland Airwaves kynnir fleiri listamenn

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu nú í morgunsárið fleiri listamenn sem fram koma á hátíðinni í ár. Hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves.

Af þeim listamönnum sem bætast við föngulegan hópinn ber helst að nefna The War on Drugs, Caribou og Future Islands, en myndband af flutningi þeirra á laginu “Seasons (Waiting On You)” í þætti David Letterman hefur vakið mikla athygli á netinu undafarið. Það er best að láta umrætt myndband fylgja með og ylja sér við tilhugsunina að fá að sjá þessa snillinga stíga á stokk í vetur.

Þeir listamenn sem nú bætast við listann eru:

 • The War on Drugs (US)
  Sveitin sú mun loka hátíðinni ásamt Flaming Lips sunnudaginn 9. nóvember.
 • Caribou (CA)
 • Future Islands (US)
 • Oyama
 • Farao (NO)
 • Kaleo
 • Zhala (SE)
 • Spray Paint (US)
 • Rökkurró
 • Emilie Nicolas (NO)
 • Endless Dark
 • Kippi Kaninus
 • King Gizzard & The Lizard Wizard (AU)
 • Brain Police
 • Beneath
 • Þórir Georg
 • Fufanu
 • Epic Rain
 • Skurken
 • AMFJ
 • Kontinuum
 • Ophidian I
 • Var
 • Atónal Blús
 • Mafama
 • Vio
 • Lucy in Blue
 • Conflictions

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.