Angist leggur land undir fót

Angist

Dauðarokkssveitin Angist er að leggja land undir fót þessa helgi en sveitin mun koma fram á SWR Barroselas metalhátíðinni í Portúgal ásamt þungavigtarnöfnum eins og Gorguts, Misery Index, Grave Miasma, b, Discharge og fleirum. Angist er önnur íslenska hljómsveitin sem fer á þessa hátíð en Beneath komu þar fram á síðasta ári.

Þröngskífa sveitarinnar, Circle of Suffering, kemur út á vínyl hjá Hollenska plötufyrirtækinu Hammerheart Records 2. júní. Hammerheart Records er þekkt fyrirtæki sem hefur gefið vínyl frá sveitum á borð við The Monolith Deathcult, b, Cryptopsy og mörg fleiri stór nöfn svo það er mikill heiður fyrir sveitina að gefa út hjá þessu fyrirtæki.

Angist er einnig að leggja lokahönd á plötuna sína sem mun koma út síðsumars og að sjálfsögðu spila á árshátíð þungarokkara, Eistnaflugi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.