Hljómsveitin Milkhouse gefur út sitt fyrsta lag

Milkhouse

Hljómsveitin Milkhouse gefur út sitt fyrsta lag og ber það nafnið “Hunang”. Milkhouse hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin misseri, en Katrín söngkona hljómsveitarinnar vann lagasmíðakeppni MH 2013 með þessu lagi og voru þau nýlega valin “Hljómsveit fólksins” á Músíktilraunum, en það þýðir að þau fengu flest símaatkvæði allra hljómsveita á úrslitakvöldinu.

Öll eru þau að mennta sig í tónlist í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

Meðlimir sveitarinnar voru allir 17 ára þegar lagið var tekið upp og gefur það góð fyrirheit um hvað koma skal frá þessari ungu og efnilegu hljómsveit í framtíðinni.

Meðlimir hljómsveitarinnar eru Katrín Helga Ólafsdóttir söngvari/píanó, Auðunn Orri Sigurvinsson bassi, Victor Karl Magnússon synth/píanó, Sævar Andri Sigurðarson trommur og Andrés Þór Þorvarðarson á gítar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.