Eistnaflug 2014

Eistnaflug

Dagana 10.-12. júlí næstkomandi verður Eistnaflug sett upp í tíunda sinn. Miðvikudaginn 9. júlí verða tvennir upphitunartónleikar í Egilsbúð, annars vegar tónleikar fyrir alla aldurshópa sem byrja kl. 19:00 og standa til 22:00 og hins vegar tónleikar fyrir fullorðna sem hefjast kl. 23:00. Hljómsveitirnar Brain Police, Severed og Skálmöld koma fram á fyrri tónleikunum en hljómsveitin Sólstafir kemur fram á þeim síðari þar sem þeir spila m.a. frumflutt efni af nýrri plötu sem kemur út síðla sumars.

Mikil áhersla er lögð á fjölbreytta og góða dagskrá á Eistnaflugi. Þar verður ekkert lát á í ár, erlendu gestir okkar verða:

  • Goðsagnakennda hljómsveitin At The Gates, sem út af fyrir sig eru næg ástæða til þess að legga á sig langt ferðalag austur á firði. Árið í ár virðist svo sannarlega vera þeirra eftir tilkynningu um nýja plötu á haustmánuðum.
  • Bandaríska Thrash-hljómsveitin Havok sem er á stöðugu tónleikaferðalagi um heiminn
  • Svissneska sludge-skrímslið Zatokrev sem á eftir að valta yfir áhorfendur
  • Hollenska dauðarokksbandið The Monolith Deathcult sem heimsækja Eistnaflug í annað sinn

Hátíðin hefur þó alltaf lagt mesta áherslu á að bjóða upp á það besta og ferskasta í innlendri tónlist, innlendir gestir okkar í ár verða:

Agent Fresco, AMFJ, Angist , Azoic, Beneath, Benny Crespo’s Gang, Brain Police, Carpe Noctem, Darknote, Dimma, DJ Töfri, Endless Dark, Gone Postal, Grísalappalísa, HAM, Hindurvættir, Innvortis, In The Company Of Men, Jónas Sigurðsson og Ritvélar Framtíðarinnar, Kontinuum, Kælan Mikla, Malignant Mist, Mammút, Maus, Momentum, Morð, Nevolution, ONI, Ophidian I, Pink Street Boys, Retro Stefson, Reykjavíkurdætur, Rotþróin, Saktmóðigur, Severed, Sign, Skálmöld, Skelkur í Bringu, Skepna, Sólstafir, Strigaskór nr.42, The Vintage Caravan og Unun.

Á hátíðinni verður boðið uppá pallborðsumræður fyrir hljómsveitir og áhugasaman gesti. Hópurinn sem stýrir umræðunum samanstendur af tveimur blaðamönnum og tveimur starfsmönnum plötufyrirtækjum. Einnig verður boðið uppá tengslamyndunar fund fyrir hljómsveitirnar og erlenda gesti.

Tónleika dagskráin í Egilsbúð er tilbúin og er hægt að nálgast hana á eistnaflug.is

Miðasalan er í fullum gangi á midi.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.