Lay Low – Tónleikar, nýtt myndband og smáskífa

Lay Low fagnar nýrri smáskífu og myndbandi með tónleikum á Café Rósenberg laugardaginn 3. maí nk. Lay Low sendi nýverið frá sér plötuna Talking About the Weather á Íslandi. Nú gefur hún út lagið “Our Conversation” alþjóðlega ásamt nýju myndbandi sem er unnið í Berlín með Rut Sigurðardóttur og Dalia Catel. Myndbandið má sjá hér að ofan.

Lay Low heldur til Bretlands eftir þessa tónleika þar sem henni hefur verið boðið að koma fram á DayTrotter.com sem er vinsæl vefsíða með tónleikatökum af listmönnum.
Lay Low leikur síðan á tvennum tónleikum í London auk þess að koma fram á tvennum tónleikum á Great Escape hátíðinni í Brighton. Útgáfa smáskífunnar er liður í að undirbúa alþjóðlega útgáfu á Talking About the Weather í haust og kemur út 1 maí.

Tónleikarnir á laugardaginn hefjast klukkan 21.30 og munu þau spila eldra efni í bland við það nýja.

Miðar fást á www.midi.is og kosta 1900 krónur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.