Stúlknasveitin Dream Wife

Dream Wife

Hin nýstofnaða stúlknahljómsveitin Dream Wife hefur gefur út myndband við lag sitt “Chemistry”. Meðlimir sveitarinnar eru bæði af íslenskum og breskum uppruna. Hljómsveitin var stofnuð fyrr á þessu ári og hefur nú komið fram víðs vegar á Englandi. Þær spila draumkennt, brimbrettapop með áhrifum frá „Grunge“ senu tíunda áratugsins. Tískan frá tíunda áratugnum einkennir útlit hljómsveitarinnar.

Sveitin er leidd áfram af söngkonunni Rakel Mjöll. Hún stundar nám í sjónlistum við Listaháskólann í Brighton þar sem hún kynntist hinum meðlimum Dream Wife, hinar bresku Bella og Alice. Einnig syngur hún í hljómsveitinni Halleluwah sem hún er í ásamt forsprakka Quarashi, Sölva Blöndal.

Þrátt fyrir að sveitin hafi aðeins verið starfandi í stuttan tíma er margt um að vera. Næst á dagskrá hjá Dream Wife er að spila á tónlistarhátíðinni Dot to Dot í Bristol og síðan munu þær leggja af stað í tónleikaferðalag um Kanada í byrjun sumars. Þær munu einnig stoppa stutt við í Bandaríkjunum, þar á meðal í New York. Stefnt er á að spila í Reykjavík í lok sumars. Í síðasta mánuði gáfu þær út netútgáfu af smáskífu að nafni The Pom Pom EP en Þorbjörn Kolbrúnarson tónlistarmaður, sem hefur verið búsettur í London undanfarin ár, sá um hljóðvinnslu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.