South Lane Basement Band

South Lane Basement Band & Magni Ásgeirsson

Laugardaginn 6. janúar 2011 hittust átta félagar úr hljómsveitinni South Lane Basement Band í Tónlistarskólanum á Akranesi til að hljóðrita grunna af soul-laga efnisskrá sem þeir höfðu flutt á tvennum tónleikum sumarið áður. Að degi loknum (og nokkuð mörgum snúrulóðningum) höfðu 13 lög verið tekin upp. Hljóðritunin var upphaflega gerð til gamans og eignar fyrir hljómsveitarmeðlimi. Þegar farið var að gaumgæfa upptökurnar þóttu þær bara nokkuð góðar og var því ákveðið að vinna þær áfram þannig að lífið og spilagleðin í bandinu endurspeglaðist í lokaútgáfunni.

Suðurgata

Suðurgatan, sem sveitin er nefnd eftir, í þá gömlu góðu daga.

Það voru saxófónleikararnir Jón Trausti, Ketill og Reynir sem upphaflega hóuðu saman í band, sem reyndist frekar auðvelt enda allir spilað saman áður. Tilgangurinn var sá að halda tónleika undir slagorðinu Aldrei fór ég neitt, sem er vísun í að flestir hljómsveitarmeðlimir hafa alið allan sinn tónlistaraldur á Akranesi, en einnig vegna þess
að soul-tónlistin og blúsinn höfðu ávallt verið í uppáhaldi hjá þeim félögum frá fyrstu kynnum.

Hvers vegna South Lane Basement Band? Jú, það er er vísun í kjallaraherbergi Ketils á Suðurgötu 90, þar sem strákar af Suðurgötunni og úr næsta nágrenni komu saman til þess að spila og æfa, en í kjallaranum voru margar hljómsveitir stofnaðar.

Þeir sem komu saman í Tónlistaskólanum voru: Reynir Gunnarsson, Ketill (Kalli) BjarnasonJón Trausti Hervarsson, Ragnar SigurjónssonBaldur Ketilsson, Sævar BenediktssonLárus Sighvatsson, og söngvarinn góðkunni Magni ÁsgeirssonPálmi Sigurhjartarson gekk síðar til liðs við bandið og tók að sér píanóleikinn.

South Lane Basement Band hefur nú gefið út plötuna South Lane Basement Band & Magni Ásgeirsson og hljóma nokkur lög af plötunni hér að neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.