Laser Life – Ný íslensk raftónlist

Laser Life

Breki Steinn Mánason nefnist raftónlistarmaður sem nú hefur kveðið sér hljóðs undir listamannsnafninu Laser Life. Breki er ættaður frá Egilsstöðum en hefur alið manninn í Reykjavík síðustu fjögur ár. Breki var áður gítarleikari í þungarokkhljómsveitinni Gunslinger en sveitin sú ákvað að taka sér pásu í fyrra og hefur Breki dundað sér við að gera raftónlist síðan. Tónlist Laser Life er innblásin af hljóðheimi gamalla leikjatölva á borð við NES og Gameboy í bland við baritone gítarleik.

Hér að neðan hljómar nýtt lag frá Laser Life sem nefnist “Shark” en EP plata mun vera væntanleg í byrjun nóvember næstkomandi. Breki mun vera bókapur á nokkur Airwaves off-venue gigg og ættu áhugasamir endilega að hafa upp á kappanum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.