Rúnar Þórisson, Lára Rúnarsdóttir og Margrét Rúnarsdóttir ásamt hljómsveitinni Himbrimi á Rósenberg 27. september

Rúnar Þórisson og hljómsveit

Næstkomandi laugardagskvöld 27. september verða tónleikar á Rosenberg þar sem fram koma Rúnar Þórisson, Lára Rúnarsdóttir og Margrét Rúnarsdóttir ásamt hljómsveitinni Himbrimi. Þetta er í fyrsta skipti sem feðginin slá saman í tónleika hvert og eitt undir eigin nafni. Rúnar hefur að undanförnu verið að kynna plötu sína Sérhver vá, Lára vinnur að nýrri sólóplötu og hljómsveitin Himbrimi er ný hljómsveit sem hefur verið að vekja töluverða athygli undanfarið.

Himbrimi var stofnuð fyrir ári síðan og samanstendur af fjórum meðlimum en þau eru Margrét Rúnarsdóttir, Birkir Rafn Gíslasson, Hálfdán Árnasson og Skúla Arason. Margrét og Birkir eru stofnendur hljómsveitarinnar og semja flest lögin og texta. Hljómsveitin hefur hljóðritað nýtt efni og hefur nú nýlega gefið út fyrsta lagið “Highway”. Hljómsveitin hefur vakið töluverða athygli að undanförnu og innan skamms er væntanlegt nýtt myndband með hljómsveitinni. Auk þess að spila með Himbrima eru meðlimir allir virkir og hafa leikið með öðru tónlistarfólki þ.á.m. á ýmsum tónlistarhátíðum.

Lára hefur verið afkastamikil og gefið út fjórar sólóplötur, Standing Still (2003), Þögn (2006), Surprise (2009) og Moment (2012). Um þessar mundir vinnur hún að gerð fimmtu plötu sinnar. Hún hefur komið fram á ýmsum tónleikum erlendis, t.d. á tónleikum Q Magazine í London ásamt Amy McDonald auk þess að koma fram á tónlistarhátíðum á borð við Eurosonic, SPOT og The Great Escape. Auk sólóferils hefur hún sungið m.a. með Áhöfninni á Húna II og hljómsveitinni Lifun frá Keflavík.

Rúnar sem myndaði ásamt Rafni Jónssyni trymbli, hryggjarstykkið í einni vinsælustu hljómsveit landsins um langt skeið; Grafík, hefur sent frá sér þrjár plötur Ósögð orð og ekkert meir (2005), Fall (2010) og Sérhver vá (2013). Hann hefur bæði sem klassískur gítarleikari og rafgítarleikari leikið á tónleikum og tónlistarhátíðum s.s. á Myrkum músíkdögum, Iceland Airwaves, Secret Solstice, Listahátíð í Reykjavík og Aldrei fór ég suður á Ísafirði.

Á tónleikunum koma fram auk fyrrgreindra þeir Arnar Gíslason trommuleikari, Guðni Finnsson bassaleikari og Þorbjörn Sigurðsson hljómborðsleikari sem allir hafa gert víðreist og spilað með fjölda tónlistamanna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.