Nýtt Iceland Airwaves app

Left Menu

Nú styttist óðum í Iceland Airwaves en nú má nálgast glænýtt app sem fáanlegt er fyrir bæði iOs og Android. Appið gerir notendum kleift að skoða dagskrá hátíðarinnar dagana 5.-9. nóvember, setja saman eigin dagskrá, hlusta á tónlist og skipuleggja sig vel fyrir einn stærsta tónlistarviðburð ársins á Íslandi.

Undirbúningur Iceland Airwaves er í fullum gangi en von er á um fimm þúsund erlendum gestum til landsins yfir hátíðina. Miðasala gengur mjög vel og útlit er fyrir að miðar seljist upp á allra næstu dögum. Hægt er að kaupa miða á heimasíðu Iceland Airwaves.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.