My bubba heldur í tónleikaferðalag ásamt Damien Rice

My Bubba ©Karólína Thorarensen2

Íslensk sænska hljómsveitin My bubba, skipuð Bubbu (Guðbjörgu Tómasdóttur) og My Larsdotter eru á leið í tveggja mánaða tónleikaferðalag til að kynna nýjustu plötu sína Goes Abroader sem kom út hjá Smekkleysu sl. maí, bæði á geisladisk og vinyl. Ferðinni er heitið til Hollands, Belgíu, Danmerkur, og Þýskalands þar sem hljómsveitin mun m.a.hita upp fyrir Damien Rice.

Áður en My Bubba leggur land undir fót verða hádegistónleikar í Mengi 10. október kl. 12:00 og svo mun dúóið einnig leika í Hörpunni á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.