Sun Kil Moon í Fríkirkjunni 28.nóvember

Mark Kozelek

Bandaríska hljómsveitin Sun Kil Moon kemur fram á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík föstudagskvöldið 28.nóvember nk. Má með sanni segja að viðburður þessi sé sannur hvalreki fyrir íslenska tónlistarunnendur. Sun Kil Moon er hugarfóstur söngvarans og gítarleikarans Mark Kozelek sem áður hafði gert garðinn frægan með hljómsveit sinni Red House Painters. Ásamt Kozelek stíga nokkrir heimsfrægir listamenn á svið þetta kvöld og mynda þá ógleymanlegu upplifun sem Sun Kil Moon sannarlega er.

Miðasala fer fram á Miði.is

Nýjustu plötu sveitarinnar Benji, sem margir telja eina þá bestu sem komið hefur út á árinu, má heyra í heild sinni hér að neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.