Stærsta off-venue dagskrá Iceland Airwaves til þessa kynnt

Airwaves 14

Skipuleggjendur Iceland Airwaves hafa kynnt svokallaða off-venue dagskrá sem fer fram samhliða hátíðinni dagana 5. til 9. nóvember. Off-venue dagskráin er haldin á 52 stöðum víðs vegar um borgina, m.a. á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund og á fjöldamörgum veitingastöðum, kaffihúsum, hótelum og verslunum. Alls verða haldnir 675 tónleikar en off-venue dagskrá Iceland Airwaves hefur aldrei verið jafn stór. Hana má nálgast á heimasíðu hátíðarinnar (PDF) og í glænýju appi.

Meðfylgjandi er veglegur playlisti samansettur af aðstandendum hátíðarinnar þar sem heyra má lög með vel flestum listamönnum sem þar koma fram.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.