kimono og Pink Street Boys með tónleika á Kex

Kimono

Reykvísku rokksveitirnar kimono og Pink Street Boys munu koma fram á tónleikum á Kex Hostel næstkomandi miðvikudag, 29. október.

Tilefni tónleikanna er útgáfa sjötommu vínylplötu kimono sem inniheldur smáskífuna “Specters” á A-hlið og ábreiðu þeirra af landsþekktu lagi Þeysaranna á B-hlið. Auk þess eru kimono og Kex Hostel nágrannar og ekki er útilokað að leti við að róta græjum ráði valinu á tónleikastaðnum.

Að auki eru þessir tónleikar líka sérstök upphitun Kex Hostels og hljómsveitanna tveggja fyrir Iceland Airwaves tónleikahátíðina sem hefst 5. nóvember.

Aðgangur er ókeypis og munu Pink Street Boys stíga á svið kl. 21:00 og kimono kl. 22:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.