Revolution in the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter

Revolution In The Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter

Úr hugarfylgsnum Ívars Páls Jónssonar kemur konseptplatan Revolution in the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter. Platan geymir 18 lög sem segja sögu Olnbogavíkur, lítils bæjar í líkama miðaldra húsgagnamálara, sem að öðru leyti hefur ekkert með söguna að gera.

Sagan greinir frá risi og falli samfélagsins í olnboganum og örlögum íbúa bæjarins á stormasömum tímum. Tónlistin er úr söngleik með sama nafni sem frumsýndur var í New York 13. ágúst síðastliðinn.

Ívar Páll Jónsson hefur verið afkastamikið skúffutónskáld undanfarinn aldarfjórðung. Hann fékk Stefán Örn Gunnlaugsson upptökustjóra til liðs við sig árið 2011 og hefur platan verið í undirbúningi síðan. Á plötunni syngja ásamt Ívari og Stefáni þau Sigríður Thorlacius, Valdimar Guðmundsson, Ásdís Rósa Þórðardóttir, Hjalti Þorkelsson, Soffía Björg, Arnar Guðjónsson og Liam McCormick úr bandarísku hljómsveitinni The Family Crest.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.