Við bjóðum þér ódauðleika, gegn vægu gjaldi – Orðsending frá Per Segulsvið

Fjöllistahópurinn Per Segulsvið hefur hafið söfnun á Karolina fund til að fjármagna útgáfu bókar sinnar, Smiður finnur lúður. Per Segulsvið er ljúffeng samsuða þriggja listrænna gröfumanna úr Gullbringu- og Kjósarsýslu og er Smiður finnur lúður fyrsta bók hópsins. Bókin kom út rafrænt síðsumars 2013 en hefur hingað til aðeins verið aðgengilega í rafrænu formi. Nú stendur það til bóta. Með þinni aðstoð þinni, kæri lesandi, vonast Per Seguslvið til þess að hægt verði að frelsa smiðinn úr rafrænum fjötrum sínum og senda hann út í kosmosið í litríku prenti.

Eilíft líf – með Per Segulsvið

Með því að styrkja Per Seguslvið við útgáfu bókarinnar áttu möguleika á að fá höfuðpersónu sögunnar nefnda í höfuð þér. Einn lukkulegur velunnari mun í lok söfnunarinar verður dreginn úr hópnum, og mun aðalsöguhetjan, smiðurinn viðkunnalegi, verða skírður nafni viðkomandi. Styrktu Per Segulsvið við að prenta bók um smið – og þú gætir bókstaflega skráð nafn þitt á spjöld sögunnar. Allir þeir sem leggja Per Segulsvið lið við prentun bókarinnar munu svo auðvitað hljóta glóðvolgt og áritað eintak af bókinni að launum – ásamt öðru ljúffengu gúmmelaði úr smiðju Per Segulsvið.

Kíktu við á heimasíðu verkefnisins hjá Karolina Fund og tryggðu þér eintak af bókinni – og mögulega, einhverskonar ódauðleika.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.