Containing the Dark með Geislum.

Containing the Dark er fyrsta plata ofurhljómsveitarinnar Geisla.

Flestir þeir sem fylgjast með tónlistarlífi á Íslandi þekkja meðlimi Geisla úr hljómsveitum á borð við Hjaltalín, Moses Hightower, ADHD og Hjálma.

Sigríður Thorlacius syngur en auk hennar skipa sveitina þeir Magnús Trygvason Eliassen, Ómar Guðjónsson, Óskar Guðjónsson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Styrmir Sigurðsson sem einnig semur tónlistina og stjórnar upptökum.

Tónlistin er seiðmögnuð melankólía sem sækir áhrif víðs vegar: úr kvikmyndatónlist, indípoppi, jazzi, elektróník og sálartónlist. Sér til aðstoðar hefur hljómsveitin átta manna strengjasveit.

Unnsteinn Manuel Stefánsson syngur í einu lagi, Rósa Guðrún syngur raddir, Samúel J Samúelsson leikur á básúnu og Frank Aarnink á hið dulmagnaða cimbalom.

Textar eru eftir Dóru Ísleifsdóttur. Kjartan Kjartansson tók upp og hljóðblandaði í Bíóhljóð.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.