Skurk fagnar útgáfu Final Gift

Félagarnir í SKURK gáfu út diskinn Final Gift á árinu og ætluðu heldur betur að fylgja honum eftir með tónleikahaldi. Því miður varð sveitin fyrir því óhappi að Guðni, söngvari og gítarleikari, fótbrotnaði svo illa að hann þurfti að vera á hækjum í 6 mánuði og fóru því öll plön um tónleikahald skiljanlega út um gluggann.

Jón Heiðar bassaleikari SKURK hafði þetta að segja um málið:

Við ákváðum því að spila eins vel og við gætum úr aðstæðum og byrjuðum að semja næsta disk og erum nú rétt byrjaðir á stúdíovinnu í stúdíó GFG. Einnig tókum við upp myndband sem við erum nýlega búnir að gefa út.

Og þar sem söngvarakvikindið er farið að geta staulast um án hækjanna ætlum við að smella í eina tónleika á Gauknum 22. nóv. með eðalsveitinni Casio Fatso

Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á Facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.