• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Valdimar sendir frá sér nýja plötu

Valdimar - Batnar útsýnið

Hljómsveitin Valdimar hefur sent frá sér nýja hljómplötu. Platan hefur fengið nafnið Batnar útsýnið og kom í verslanir í október síðastliðnum.

Á plötunni má heyra nýjan hljóðheim þar sem akústískum hljóðfærum er gert hærra undir höfði en um leið er kafað dýpra ofan í heim raftónlistar. Við gerð plötunnar leitaðist hljómsveitin að eigin sögn við að leyfa hverju hljóði að njóta sín, svo að rúmt væri um hvert smáatriði og reyndu þannig að skapa einhverskonar andrúm í lögunum.

Meðlimir sveitarinnar segja svo sjálfir frá:

Vinnsla plötunnar tók lengri tíma en gengur og gerist hjá bandinu og tók hún breytingum allt fram á síðasta dag. Batnar útsýnið er því ef til vill lýsandi fyrir þetta ferli sem hljómsveitin gekk í gegnum við vinnslu plötunnar. Stundum þarf að rýma aðeins til svo að heildarmyndin fái að njóta sín.

Þessi hugsjón á einnig við um texta plötunnar og fjalla þeir um hinn mannlega anda. Stundum er þoka innra með manni en þegar henni léttir og útsýnið batnar þá sér maður hlutina í réttu samhengi.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply