Platan Skynvera með Futuregrapher kemur út í dag

Futuregrapher - Skynvera

Út er komin platan Skynvera með íslenska raftónlistarmanninum Futuregrapher (Árni Grétar) á vegum Möller Records útgáfuforlagsins. Þetta er önnur stóra plata Futuregrapher en fyrri plata hans LP kom út árið 2012 og hlaut lofsamlega dóma og var m.a. valin ein af 20 bestu plötum ársins. Skynvera kemur út á CD og vínyl en einnig er hægt að kaupa plötuna rafrænt á vef Möller Records, www.mollerrecords.com.

Futuregrapher ætlar að fagna útkomu plötunnar í Lucky Records í dag, fimmtudag, milli kl. 17:00 – 20:00 og eru allir velkomnir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.