Lára Rúnars sendir frá sér nýtt lag

Lára Rúnars

Lára Rúnars sendi nýverið frá sér nýtt lag sem nefnist “Rósir” og er af væntanlegri plötu hennar sem kemur út snemma á næsta ári. Fyrsta smáskífa plötunnar, “Svefngengill”, náði góðu gengi og setti tóninn fyrir það sem vænta má af komandi plötu. Textarnir eru að þessu sinni á Íslensku og eru öll lög og textar eftir Láru Rúnars. Upptökustjóri er Stefán Örn Gunnlaugsson sem einnig gefur út undir listamannanafninu Íkorni. Hljómsveit Láru Rúnars skipa Arnar Þór Gíslason, Þorbjörn Sigurðsson, Birkir Rafn Gíslason og Guðni Finnsson.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.