uniimog

Uniimog

Uniimog er splunkuný hljómsveit, hugarfóstur þeirra Þorsteins Einarssonar og Guðmundar Kristins Jónssonar sem báðir eru gjarnan kenndir við Hjálma. Þeir Steini og Kiddi hafa verið iðnir við kolann undanfarna mánuði en þeir hafa verið á faraldsfæti með Ásgeiri Trausta Einarssyni, yngri bróður Steina og nánum samstarfsmanni Kidda.

Á ferðum sínum um ókunn lönd hófu þeir félagar að dunda sér við að gera nýja tónlist til að drepa tímann og göfga andann og þegar tími hefur gefist hér heima hafa upptökur farið fram í Hljóðrita í Hafnarfirði með dyggri aðstoð góðra vina, svo sem Ásgeirs Trausta og Sigurðar Guðmundssonar sem á endanum gengu báðir til liðs við hljómsveitina.

Smám saman varð til efni í heila plötu sem kom út 12. nóvember á vegum Senu og ber heitið Yfir hafið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.