Nýtt lag frá hljómsveitinni Quest

Quest

Breiðholtsbræðurnir í Quest sendu nú á laugardaginn var frá sér sitt fyrsta lag. Ber það nafnið “Silver Lining” og er af komandi stuttskífu sveitarinnar sem hefur hlotið nafnið Gala.

Quest er verkefni sem stofnað var til í byrjun sumars árið 2014 og er byggt á rústum ólíkra hljómsveita og verkefna, þar með talið hljómsveitanna Two Tickets to Japan og At Dodge City án þess þó að tónlist sveitarinnar beri þess merki.

Hljómsveitina skipa þeir Bjarni Svanur Friðsteinsson, Grétar Mar Sigurðsson, Hreiðar Már Árnason og Ingólfur Bjarni Kristinsson.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.