Hljómsveitin A & E Sounds stefnir á útgáfu sinnar fyrstu breiðskífu

A & E Sounds
Í fréttatilkynningu segir:

A & E Sounds er hugarfóstur þeirra Þórðar Grímssonar og Kolbeins Soffíusonar og hafa þeir síðastliðna mánuði verið að leggja lokahönd á 10 laga breiðskífu.

Þórður Grímsson er með BA í myndlist og er starfandi myndlistarmaður. Hann hefur haldð nokkrar einkasýningar í Reykjavík m.a. í Dauðagallerí, Artíma, Kaolin, Crymo o. fl. Hann stofnandi hljómsveitarinnar Two Step Horror sem hefur gefið út eina plötu, Living Room Music hjá útgáfunni Outlier Records og fékk afbragsdóma bæði innanlands og utan. Two Step Horror hafa gefið út tvær plötur til viðbótar á rafrænu formi og hafa komið fram á tónleikum í Reykjavík og Berlín.

Þórður er nú að klára BA nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Hugmyndin að A & E Sounds kviknaði hjá Þórði þegar hann stundaði nám við Weissensee listaháskólann í Berlín árið 2014 og samdi hann þar lögin ásamt því að taka upp demo.

A & E Sounds

Kolbeinn Soffíuson (einnig áður Two Step Horror) er nýútskrifaður úr hljóðtækni frá Stúdíó Sýrlandi og var umrædd plata lokaverkefni hans í því námi. Þórður útskrifast í vor úr grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og mun fyrir lokasýningu LHÍ hanna allt myndrænt útlit plötunnar.

Tónlist A & E sounds mætti lýsa sem draumkenndu og lágstemmdu sveimrokki undir áhrifum frá Spiritualized, Slowdive, Jonathan Richman og Ride, en með sterkum kraut undirtón Neu!, Harmonia, La Düsseldorf o.fl.

Þórður og Kolbeinn hafa nú hafið söfnun á síðunni Karolina Fund til þess að fjármagna pressun á vínyl og prentun á myndefni. Söfnunin stendur til 6. apríl og geta áhugasamir pantað sér eintak af plötunni í forsölu á vefsíðu verkefnisins.

Ástralski listamaðurinn Jonathan McCabe hefur gert tónlistarmyndband við fyrsta “single” sveitarinnar, en hann vinnur með stærðfræði formúlur Alan Turing og blandar þeim við tölvuvinnslu og útkoman er þetta lífræna samspil lita á hreyfingu.

Á bandcamp síðu A & E Sounds er hægt að hala niður frítt tveimur lögum með hljómsveitinni:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.