Nýtt myndband frá Laser Life

Laser Life, hugarfóstur Breka Steins Mánasonar raftónlistarmanns, sendi nýverið frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband við lagið “Castle”. Myndbandið er afrakstur samstarfs Breka og kvikmyndagerðarmannsins Eduardo Makoszay hjá Metanoia Video Studio. Breki hefur þó aldrei hitt Eduardo í eigin persónu en hann býr í Mexíkóborg. Breki uppgötvaði list Eduardo í gegnum alþjóðlegu facebook grúppuna ‘Glitch Artist Collective’ og hafði samband við hann. Í kjölfarið unnu þeir saman tónlistarmyndband í gegnum netið á nokkrum mánuðum. Myndbandið inniheldur spillt myndbandsgögn (glitch footage) af íslenskri náttúru, skuggaleikhús af hljómsveit að spila og kviksjár áhrif (kaleidoscope effects).

Sjón er sögu ríkari!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.