Rúnar Þórisson fer nýjar leiðir í tónlistarsköpun sinni

Rúnar Þórisson er um þessar mundir að vinna nýtt efni með ákveðið concept og ný vinnubrögð í huga. Mun hann gefa út eitt lag í mánuði á vefnum og 7. nóvember n.k. kemur út diskur með afrakstrinum en þann dag hefði faðir Rúnars, Þórir Sæmundsson, orðið áttræður. Fyrsta lagið, “Ólundardýr”, kom út 12. janúar en það er fæðingadagur Rúnars. Þannig tengir hann dagana og samband sitt við föður sinn saman. Annað lagið, “Hver er þar?” kom út núna á mánudaginn s.l. en texti þess er einskonar samtal milli þeirra feðga.

Rjóminn fylgist að sjálfsögðu vel með.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.