Rebekka Sif – Dusty Wind

Rebekka Sif

Rebekka Sif er 22 ára söngkona og lagasmiður úr Garðabænum sem nýverið sendi frá sér lagið “Dusty Wind”, blúsað rokk/popp lag þar sem rödd hennar fær að njóta sín í hæstu hæðum. Hljómsveit hennar samanstendur af þremur hæfileikaríkum piltum, Aroni Andra Magnússyni, Sindra Snæ Thorlacius og Helga Þorleikssyni. Arnór Sigurðarson sá um upptökustjórn og Bjarni Bragi Kjartansson masteraði.

Síðasta sumar gaf Rebekka út lagið “Our Love Turns to Leave” sem fékk góðar móttökur, en það tók hún upp sjálf í gegnum Skapandi sumarstörf í Garðabæ. Í augnablikinu stundar hún nám í jazz- og rokksöng í Tónlistarskóla FÍH, bókmenntafræði í HÍ, ásamt því að kenna söng í Sönglist og Klifinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.