Halleluwah sendir frá sér sína fyrstu plötu

Halleluwah

Tvíeykið Halleluwah hefur sent frá sér sína fyrstu plötu samnefnda sveitinni. Meðlimir dúósins eru söngkonan Rakel Mjöll og fyrrum Quarashi forsprakkinn Sölvi Blöndal.

Rakel og Sölvi hófu að vinna tónlist saman fyrir um tveimur árum og ákváðu í kjölfarið að taka upp lag saman. Ávöxtur samstarfsins var smáskífan “Blue Velvet”, vísun í samnefnt lag í flutningi Bobby Winton og samnefndrar kvikmyndar David Lynch frá árinu 1986. Lagið naut talsverða vinsælda auk þess sem myndband við lagið vakti einnig athygli. Ekki var aftur snúið eftir velgengni “Blue Velvet” og hljómsveitin formlega stofnuð í kjölfarið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.