• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Ný & frí sumarhátíð í Breiðholti

Breiðholt Festival

Í fréttatilkynningu segir:

Bedroom Community kynnir með stolti nýja og fría listahátíð í hjarta Seljahverfis – Breiðholt Festival. Hátíðin fer fram 13. júní næstkomandi og mun bjóða upp á fjölda listamanna og viðburða.

Nú þegar er búið að staðfesta fyrstu nöfn, en fleiri verða tilkynnt bráðlega.

VIÐBURÐIR:

Tónleikar
Listasmiðjur
Markaðir
Hljóðinnsetning í Ölduselslaug
Útileikir
Upplestur
Gjörningar
og margt, margt fleira…

LISTAMENN:

Samaris
Ben Frost – 6 Guitars (Valgeir Sigurðsson, Kira Kira, Jófríður o.fl.)
Nico Muhly
Sjón
Stelpur Rokka!
DFM Company
Lúðrasveit Breiðholts og Árbæjar
Gunnar Jónsson Collider
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir
Davíð Örn Halldórsson
o.fl.!

Eins og nafnið gefur til kynna gerir hátíðin listamönnum sem koma úr/gera út frá Breiðholti hátt undir höfði og er það von aðstandenda að fólk flykkist í Breiðholt og sjái hverfið í nýju ljósi.

Tilkynnt verður um frekari upplýsingar og listamenn þegar nær dregur.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply