My Brother is Pale sendir frá sér sína fyrstu smáskífu

“Fields / I Forgot” er fyrsta smáskífa hljómsveitarinnar My Brother is Pale af væntanlegri fyrstu plötu hennar í fullri lengd, Battery Low. Smáskífan kemur út þann 30. júlí næstkomandi ásamt myndbandi. Mánuði síðar, eða hinn fyrsta september, mun platan líta dagsins ljós.

Ásamt upprunalega laginu fylgir endurhljóðblöndun af því sem hinn hæfileikaríki Tonik sá um að búa til. Telst sú endurhljóðblöndun henta einstaklega vel fyrir þá dansþyrstari.

Platan kemur eingöngu út stafrænt og verður aðgengileg á helstu tónlistarveitum og sölusíðum veraldarvefsins.

My Brother is Pale er íslensk/hollensk hljómsveit stofnuð af hollenska lagasmiðnum Matthijs van Issum eftir hann fluttist til Íslands árið 2009. Á árunum 2009 til 2013 gekk sveitin í gegnum þónokkrar mannabreytingar og samhliða þeim breyttist og þróaðist stefna og hljómur sveitarinnar. Hljómsveitin hóf að taka upp sína fyrstu plötu árið 2013 og gaf hún þá út smáskífu. Í upptökuferlinu tók platan stakkaskiptum er nýjir elektrónískir áhrifavaldar tóku völdin og á endanum var ekkert lag eftir af hinum upprunalega lagalista. Til var orðin ný 11 laga plata með ýmsum nýjum áhrifum sem að sveitin var ekki þekkt fyrir áður. Ásamt útgáfu plötunnar verða meðlimir My Brother is Pale iðnir við að spila fram eftir hausti. Einnig eru þeir strax farnir að huga að því að semja nýtt efni fyrir aðra plötu sína.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.